Lærum og leikum - Allt vs Georg og leikirnir Usage & Stats
Öll íslensku málhljóðin eru kennd á lifandi og skemmtilegan hátt með fyrirmynd fyrir hvert og eitt hljóð. Heiti bókstafanna og hljóð þeirra eru kennd með íslenska fingrastafrófinu um leið og lestrarferlið er undirbúið. Á sama tíma er réttur framburður hljóða kenndur. Aðferðin byggir á áratuga reynslu talmeinafræðings með áherslu á að veita aðgengilega og faglega leiðsögn til foreldra og skóla.
Smáforritið er ætlað öllum barnafjölskyldum og fagfólki sem vilja veita börnum forskot á hljóðmyndun og undirbúa þau fyrir lestur. Tilvalið fyrir fjölskyldur af erlendum uppruna til að æfa og læra íslensku hljóðin. Rannsóknir sýna marktækan mun á árangri nemenda í 1. bekk í hljóðkerfisvitund og bókstafaþekkingu auk betri getu í heildina á orðaforða þegar skipulega var unnið með Lærum og leikum með hljóðin og Froskaleiki 1,2,3 á leikskólaaldri og í 1. bekk (Gudmundsdottir, 2014. Ævarsdóttir, 2016). Smáforritin Kids Sound Lab PRO og Frog games sem byggja á íslensku forritunum hafa fengið fjölda erlendra viðurkenninga hjá fagaðilum og foreldrum. Árið 2016 var Kids Sound Lab valið eitt af sex bestu forritum í menntun á heimsvísu af BETT. Frá 2017 hafa forrit Raddlistar fengið 5 stjörnu gjöf og viðurkenningu hjá fagnefnd Educational App Store með afar lofsamlegum umsögnum.
Smáforritið, Lærum og leikum með hljóðin, tekur mið af því í hvaða röð íslensk börn tileinka sér talhljóðin í máltökunni og hvernig auðveldast er að kenna hljóðin. Byrja má skipulega á auðveldari hljóðum sem koma fyrir hjá mjög ungum börnum og halda áfram yfir í þau hljóð sem erfiðara er að segja eða velja það hljóð sem æfa þarf sérstaklega hverju sinni.
Lærum og leikum með hljóðin er notað víða í leik- og grunnskólum á Íslandi og er sýnt í barnaefni Stöðvar 2 og um allan heim í Hopster appi Vodafone.
Efnistök forritsins byggja á samnefndum bókum og námsefni Bryndísar Guðmundsdóttur talmeinafræðings.
Lærum og leikum með hljóðin inniheldur:
- Talsetning/söngur Felix Bergsson og Védís Hervör Árnadóttir
- Íslenskar teikningar Búa Kristjánssonar og Höllu Sólveigar Þorgeirsdóttur
- 20 samhljóð í íslensku kynnt með táknmynd fyrir hljóðið
- Sérhljóð í íslensku kynnt sérstaklega
- Röð samhljóða fylgir sömu röð og íslensk börn tileinka sér talhljóðin í máltökunni
- Hægt er að velja í aðalvalmynd hvaða hljóð er valið hverju sinni ef ekki er stuðst við erfiðleikaröðina
- Hægt er að fá lýsingu á talfærastöðu fyrir hvert hljóð
- Öll hljóðin eru æfð í hljóðaleik með hljóðakeðjum; samhljóð með sérhljóði til að tryggja að barnið nái réttu hljóði
- Hljóðtenging er æfð til að undirbúa læsi og styrkja framburð málhljóðanna
- Hljóðin æfð í framstöðu orða nema þau hljóð sem koma eingöngu fyrir í miðju og aftast í orðum
- Ð, NG og ,,mjúka” G, eru æfð aftast og í miðju orða
- R býður upp á meiri aðlögun og fleiri orð í framstöðu orða til að æfa (algengt að börn eigi erfitt með framburð R- hljóðsins)
- Fjórir gagnvirkir leikir auk orðforðaaæfinga með þjálfun setninga
- Hrós veitt reglulega í forritinu
- Upptaka leyfð á orðum og setningum til að æfa og hlusta en vistast ekki í snjalltækinu
- Foreldravörn aukin
-Skráning nemenda: nafn, aldur. Engar myndir vistast í tækjum og eða fara í sendingu
- Stigagjöf inni í forritinu
- Árangur sýndur í %
- Skráning athugasemda inni í forritinu
- Upplýsingar um stöðu og athugasemdir má senda í netpósti. Engar myndir áframsendar.
- Hægt er að prenta út samantekt niðurstaða (air print). Engar myndir fara í prentun gagna
- Vistun og sending minnir á verndun gagna m.t.t. Persónuverndar
- Engar auglýsingar
Mennta- og barnamálaráðuneytið, Þróunarsjóður námsgagna og Uppbyggingarsjóður Suðurnesja styrktu nýja útgáfu Lærum og leikum með hljóðin frá grunni í opna útgáfu iOs og vefútgáfu.
Við þökkum tölvunarfræðideild HR og Therapy Box fyrir samstarfið.
Frekari upplýsingar:
http.www.youtube/laerumogleikum
www. laerumogleikum.is
- Apple App Store
- Free
- Education
Store Rank
- -
Georg og félagar eru mættir aftur til leiks í sínu öðru smáforriti. Leiktu þér með Georg og vinum hans og lærðu að telja, reikna og þekkja íslensku smápeningana.
Smáforritið inniheldur 5 leiki sem allir hafa það að markmiði að vera bæði skemmtilegir og fræðandi fyrir yngstu kynslóðina. Spilaðu leikina og safnaðu smápeningum sem þú getur notað í Eyðsluklóna. Hvaða verðlaun grípur þú í þetta sinn? Geymdu og raðaðu verðlaununum í verðlaunahillurnar.
Leikirnir:
+ Samstæðuspil - Þjálfaðu minnið með 10, 16 eða 24 spilum.
+ Peningaregn - Hjálpaðu Georg að grípa peningana og forðast tölurnar.
+ Peningabaukar - Lærðu að þekkja og flokka íslensku smápeningana í bauka.
+ Reikningur - Lærðu samlagningu og frádrátt.
+ Tengja punkta - Lærðu tölurnar með því að smelltu á punktana í réttri röð.
- Apple App Store
- Free
- Education
Store Rank
- -
Lærum og leikum - Allt vs. Georg og leikirnir ranking comparison
Compare Lærum og leikum - Allt ranking trend in the past 28 days vs. Georg og leikirnir
Rank
No Data Available
Lærum og leikum - Allt vs. Georg og leikirnir ranking by country comparison
Compare Lærum og leikum - Allt ranking trend in the past 28 days vs. Georg og leikirnir
No Data to Display
Compare to any site with our free trial
Lærum og leikum - Allt VS.
Georg og leikirnir
December 23, 2024